Verkefni unnin í samstarfi Menntamálastofnunar og Sálfræðideildar HÍ: Seinni hluti – Menntakvika (2024)

Kl. 10:10-11:40

Menntamálastofnun og Sálfræðideild HÍ

Auðun Valborgarson

Athugun á upplýsingagildi einkunna fyrir prófhluta á samræmdum könnunarprófum og vísbendingar um framtíðarþróun á samræmdu námsmati

Ólöf Ragna Einarsdóttir, meistaranemi, HVS HÍ; Sigurgrímur Skúlason, aðjúnkt, HVS HÍ; Guðmundur Arnkelsson, prófessor, HVS HÍ og Auðun Valborgarson, doktorsnemi, HVS HÍ

Algengt er að spenna ríki milli hve ítarlegar upplýsingar eru gefnar á undirprófum í námsmati, notendur vilja fá sem ítarlegastar upplýsingar í gegnum einkunnir fyrir sem flesta prófhluta á meðan þeir sem útbúa próf vilja takmarka birtingu einkunna fyrir prófhluta og birta þær einungis þegar þær gefa sjálfstæðar upplýsingar umfram heildartölu prófsins. Helstu ástæður þess að einkunn fyrir prófhluta gefur ekki sjálfstæðar upplýsingar umfram heildartölu, þ.e. að prófhluti segi sömu sögu um nemanda og heildartala, er sterk fylgni milli prófhluta og heildartölu eða að áreiðanleiki prófhluta sé slakur vegna fárra prófræða. Kynntar verða niðurstöður sem sýna að flestir hefðbundnir prófhlutar í íslensku og stærðfræði gefa upplýsingar umfram heildartölu en að hugsanlegar einkunnir fyrir prófhluta innan lesskilnings gefa ekki sjálfstæðar upplýsingar umfram einkunn fyrir lesskilning.

Investigation of the Validity of the Reading Screening Test: Leið til Læsis

Viky Séguin Deneault, nemi, HVS HÍ og Sigurgrímur Skúlason, aðjúnkt, HVS HÍ

Literacy contributes to children’s academic success and development. Early intervention can often resolve learning difficulties. Therefore, it is necessary to detect these difficulties at a young age. The reading screening tests “Leið til Læsis” (LtL) is used in Iceland to identify first grade students who might have reading problem. This study evaluates the validity of LtL by analysing its correlations with measures of later achievement from the Icelandic National Examinations (INE) (i. Samræmd könnunarpróf) and the reading fluency test “Lesfimi”. LtL measured the letter knowledge, language development, and phonological awareness subtests. Each of these subtests were correlated to the INEs’ subtests which include reading comprehension, language proficiency, writing skills and it‘s total score. Overall findings showed that correlations between LtL subtests and measures of later achievement were moderate over a period from four to nine years. This supports the validity of LtL as a measurement tool for reading difficulties. However, some correlations between subtests became stronger as the timespan between measures increases, while others became weaker, and some stayed relatively stable over time. The lack of a clear overall pattern might be due to variations in the average number of students per cohort and in the number of correlation coefficients used for the analysis of each subtest. The significance of this type of analysis is found in its ability to convey an idea about the validity of screening tests to educational systems. Evaluating tests regularly is crucial to ensure their validity and reliability over time.

Aldursviðmið fyrir nefnuhraðapróf í Lesferli og yfirlit um rannsóknir á réttmæti þess

Guðrún Margrét Jóhannesdóttir, meistaranemi, HVS HÍ

Leiðbeinandi: Sigurgrímur Skúlason, aðjúnkt, HVS HÍ

Tilgangur rannsóknar var að finna tengsl á milli nefnuhraða og lesfimi í fyrsta og öðrum bekk. Jafnframt voru skoðuð tengsl nefnuhraða við samræmda könnunarprófið í íslensku í fjórða bekk. Fyrirliggjandi gögn voru fengin hjá Menntamálastofnun og samanstanda af matstækinu Lesferill sem metur grunnþætti lestrar. Mælitækin sem notuð voru samanstóðu af lesfimiprófi, samræmdu könnunarprófi og þremur stuðningsprófum. Stuðningsprófin samanstanda af nefnuhraðaprófi og prófi sem mælir annars vegar sjónrænan orðaforða og hins vegar orðleysur. Notast var við langtímasnið á 649 nemendum sem komu úr 30 grunnskólum. Miðlunarlíkan var notað til að kanna hvort áhrifum nefnuhraða á lesfimi og lesskilning sé miðlað í gegnum orðleysulestur og sjónrænan orðaforða. Til að halda utan um tengsl í miðlunarlíkaninu var notast við formgerðargreiningu. Staðfestandi þáttagreining var framkvæmd til þess að setja upp mælilíkön sem notuð eru til að draga úr áhrifum mæliskekkja. Niðurstöður sýndu að nefnuhraði var stöðugur í gegnum mælingarnar og kom í ljós að beinu tengslin voru ómarktæk og óbeinu tengslin voru marktæk á milli allra prófanna. Þátttakendur sýndu slakari frammistöðu í upphafi tímabils en náðu síðan betri tökum á lestrinum með tímanum.

Nefnuhraði og tengsl hans við lesfimi og lesskilning: Þróun nefnihraða á frammistöðu í lesfimi í fyrsta, öðrum og fjórða bekk

Björgvin Freyr Þorsteinsson, nemi, HVS HÍ og Díana Dögg Sigurðardóttir, nemi, HVS HÍ

Leiðbeinandi: Sigurgrímur Skúlason, aðjúnkt, HVS HÍ

Tilgangur rannsóknar var að finna tengsl á milli nefnuhraða og lesfimi í fyrsta og öðrum bekk. Jafnframt voru skoðuð tengsl nefnuhraða við samræmda könnunarprófið í íslensku í fjórða bekk. Fyrirliggjandi gögn voru fengin hjá Menntamálastofnun og samanstanda af matstækinu Lesferill sem metur grunnþætti lestrar. Mælitækin sem notuð voru samanstóðu af lesfimiprófi, samræmdu könnunarprófi og þremur stuðningsprófum. Stuðningsprófin samanstanda af nefnuhraðaprófi og prófi sem mælir annars vegar sjónrænan orðaforða og hins vegar orðleysur. Notast var við langtímasnið á 649 nemendum sem komu úr 30 grunnskólum. Miðlunarlíkan var notað til að kanna hvort áhrifum nefnuhraða á lesfimi og lesskilning sé miðlað í gegnum orðleysulestur og sjónrænan orðaforða. Til að halda utan um tengsl í miðlunarlíkaninu var notast við formgerðargreiningu. Staðfestandi þáttagreining var framkvæmd til þess að setja upp mælilíkön sem notuð eru til að draga úr áhrifum mæliskekkja. Niðurstöður sýndu að nefnuhraði var stöðugur í gegnum mælingarnar og kom í ljós að beinu tengslin voru ómarktæk og óbeinu tengslin voru marktæk á milli allra prófanna. Þátttakendur sýndu slakari frammistöðu í upphafi tímabils en náðu síðan betri tökum á lestrinum með tímanum.

Breytingar yfir tíma á Tölum, prófþætti Talnalykils

Katrín Arndís B. Magneudóttir, meistaranemi, HVS HÍ og Guðmundur Arnkelsson, prófessor, HVS HÍ

Talnalykill er staðal- og markbundið kunnáttupróf sem metur færni nemenda í fyrsta til sjöunda bekk í grunnskóla. Prófið skiptist í sjö prófþætti sem auðveldar að bera kennsl á styrkleika og veikleika nemenda. Talnalykill kom út árið 1998 og staðalbinding byggir á fyrirlögnum frá árunum 1996 og 1999. Frá þessum tíma hafa orðið breytingar á námsefni og kennsluháttum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort eiginleikar einstakra prófatriða á Talnalykli hefðu breyst á þeim rúmu 20 árum sem liðin eru frá útgáfu þess. Sökum hentugleika var einblínt á prófþáttinn Tölur þar sem fyrir lá nýleg fyrirlögn í 1. bekk grunnskóla. Úrvinnslan byggðist á upprunalegu staðalbindingarúrtaki 1.339 nemenda í 1. til 7. bekk grunnskóla frá árinu 1996, tilviljunarúrtaki 614 nemenda í 1. til 7. bekk frá árinu 1999 sem notað var við gerð haust- og vetrarstaðla auk hentugleikaúrtaks 101 nemanda í 1. bekk fjögurra grunnskóla á Suðurnesjum frá árinu 2015. Fyrra staðalbindingarúrtakið var klasaúrtak 42 skóla af öllu landinu, tilviljunarval bekkjardeilda viðkomandi skóla og nemenda úr hverri deild. Síðara staðalbindingarúrtakið var lagskipt tilviljunarúrtak 40 skóla vegið með skólastærð, að hámarki ein bekkjardeild úr hverjum bekk og 10 nemendur úr hverri deild, sem gaf jafnlíkindaúrtak nemenda. Niðurstöður sýna að einstaka atriði hafa breyst umtalsvert en þó þannig að breytingar jafnast að mestu út. Prófþátturinn er því með stöku undantekningum álíka viðeigandi nú og við útgáfu prófsins. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem benda sömuleiðis til þess að eiginleikar einstakra prófspurninga geti breyst án þess að það hafi samsvarandi áhrif á heildarniðurstöðu prófs. Niðurstaðan er mikilvæg þar sem hún varpar ljósi á hvernig stöðluð kunnáttupróf breytast yfir tíma á Íslandi. Slíkt er ekki aðeins gagnlegt fyrir frekari þróun á Talnalykli, heldur einnig við hönnun og forspá fyrir önnur sambærileg próf hér á landi.

Verkefni unnin í samstarfi Menntamálastofnunar og Sálfræðideildar HÍ: Seinni hluti – Menntakvika (2024)
Top Articles
Latest Posts
Article information

Author: Sen. Ignacio Ratke

Last Updated:

Views: 5297

Rating: 4.6 / 5 (76 voted)

Reviews: 83% of readers found this page helpful

Author information

Name: Sen. Ignacio Ratke

Birthday: 1999-05-27

Address: Apt. 171 8116 Bailey Via, Roberthaven, GA 58289

Phone: +2585395768220

Job: Lead Liaison

Hobby: Lockpicking, LARPing, Lego building, Lapidary, Macrame, Book restoration, Bodybuilding

Introduction: My name is Sen. Ignacio Ratke, I am a adventurous, zealous, outstanding, agreeable, precious, excited, gifted person who loves writing and wants to share my knowledge and understanding with you.